Skip to content

Gestir frá Litháen

Hamraskóli tekur þátt í Nordplus verkefni sem nefnist  „ Reading is fun“. Verkefnið er samstarfsverkefni Íslands og Litháen.   Þrír kennarar frá Litháen heimsóttu skólann okkar.  Þeir voru að kynna sér skólakerfið á Ísland, fræðast um land og þjóð og að sjálfsögðu lestraraðferðir og áherslur  í lestri.  Nemendur í 7. bekk voru með kynningu á skólanum okkar fyrir þá  en nemendur voru duglegir að spjalla við þá og upplýsa þá um skólann okkar.