Skip to content
11 nóv'20

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna

Einn af okkar frábæru kennurum í Hamraskóla var tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Við óskum henni innilega til hamingju. https://skolathroun.is/thorunn-elidottir/

Nánar
10 nóv'20

Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni skrifuðu allir nemendur Hamraskóla undir sáttmála gegn einelti og fengu fræðslu um málefnið. Margir bekkir unnu „hjálparhönd“ og settu í kringum sáttmálann.

Nánar
06 nóv'20

Glæsileg bókagjöf

Bjarni Fritz rithöfundur kom færandi hendi og gaf okkur bekkjarsett af bók sinni, Orri óstöðvandi: hefnd glæponanna. Bókin var valin barnabók ársins á Bókmenntahátíð barnanna 2020. Eiginkona Bjarna, Tinna Baldursdóttir útbjó skemmtileg verkefnahefti upp úr bókinni sem hægt er að vinna samhliða lestrinum. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Nánar
31 okt'20

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka

Það var líf og fjör í Hamraskóla í dag og dulafullar verur og andar á sveimi. Krökkunum fannst hræðilega gaman að fá að koma í skólann í dulargervi og lifðu sig inn í karakterinn sinn. Margir höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti skóladagurinn. Ljóst var að krakkarnir voru búnir að legga mikla vinnu í…

Nánar
19 okt'20

Vetrarleyfi 22.-26. október

Dagana 22. – 26. október verður vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Þessa daga fellur allt skólastarf niður og lokað verður í frístundaheimilinu Simbað. Njótið vetrarleyfisins og við hlökkum til að sjá ykkur að leyfi loknu þann 27. október (þriðjudagur). October 22. will be the start of winter Vacation. School will resume on October 27. (Tuesday). Simbað…

Nánar
14 okt'20

Nemendur í 3. bekk í myndmennt gengu í fallegu haustveðri í Gufunesbæ í gær. Þar komu þeir sér fyrir í útikennslutjaldinu í lundinum góða og voru að tálga. Mikil ró var yfir hópnum og greinilegt að allir geymdu sér í verkefninu. Í síðustu viku fór 3. bekkurinn líka í Gufunesbæ með kennurum sínum og grilluðu…

Nánar
08 okt'20

Það má segja að við í Hamraskóla séum að uppskera varðandi lestrakennsluna okkar.  Þann 5. október voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna birtar og okkur til mikillar ánægju fékk einn af okkar kennurum tilnefningu sem hjóðar svo: „Þórunn Elídóttir, kennari við Hamraskóla í Reykjavík, fyrir framúrskarandi árangur í byrjendakennslu, vandaða lestrarkennslu barna í yngstu bekkjum grunnskóla…

Nánar
04 sep'20

Ólympíuhlaupið

Við í Hamraskóla hefjum leik í Göngum í skólann verkefninu með því að taka þátt í Ólympíuhlaupinu (sem hét áður Norræna skólahlaupið). Hlaupið er á stígum í nágrenni skólans mismunandi vegalengdir eftir aldri og getu nemenda. Þetta er skemmtileg samvera þar sem allir leggjast á eitt að hlaupa og safna sem flestum km fyrir sinn…

Nánar