Skip to content
26 apr'22

Kór Harmaskóla syngur í Hörpu

Kór Hamraskóla mun syngja í Hörpuhorni sunnudaginn 1. maí kl. 14:00. Er ekki upplagt að leggja leið sína í bæinn á verkalýðsdaginn og hlusta á þennan frábæra kór syngja nokkur lög undir stjórn Auðar Guðjohnsen? https://www.harpa.is/kor-hamraskola

Nánar
26 apr'22

Lokahátíð upplestrarkeppninnar

Lokahátíð upplestrarkeppninnar var haldin í Grafarvogskirkju í gær.  Nemendur úr skólum í  Grafarvogi og á Kjalarnesi lásu upp fyrir gesti og dómnefnd. Fullrúar Hamraskóla, þær Þuríður og Helena, stóðu sig mjög vel og óskum við þeim til hamingju með sína frammistöðu.

Nánar
22 apr'22

Fræðibækur fyrir lítil börn

Nemendur í 4. bekk hafa verið að vinna fræðibækur fyrir lítil börn. Í bókunum má finna ýmsan fróðleik og eru bæði fallega og vel unnar. Greinilegt er að metnaður hefur verið lagður í þær af þessum flottu og vandvirku nemendum fjórða bekkjar. Myndir í möppu á myndasvæði.

Nánar
20 apr'22

Spilagleði

Föstudaginn 8. apríl, daginn fyrir páskafrí, bauð 5. bekkur 1. bekk í heimsókn og spilaði við krakkana. Þetta lukkaðist mjög vel og fannst nemendum gaman að þessu uppbroti. Myndir frá spiladeginum má sjá í myndaalbúmi.

Nánar
25 mar'22

1. b. lærir um mannslíkamann

Í fyrsta bekk eru nemendur að vinna í hæfniviðmiðinu að útskýra á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans. Þeir hafa teiknað beinagrind og innri líffæri og svo gerðu þeir líkama í fullri stærð þ.e. þeirra stærð. Verkefnið gengur mjög vel og allir eru mjög virkir í vinnu og áhugasamir. Fleiri myndir eru á heimasíðu.

Nánar
25 feb'22

Við lentum í 3. sæti í Lífshlaupinu

Hamraskóli lenti í 3. sæti í Lífshlaupskeppni grunnskóla 2022. Við óskum nemendum til hamingju með flottan árangur. Tveir fulltrúar okkar mættu í Íþróttamiðstöðina í Laugardal ásamt íþróttakennaranum okkar og tóku við verðlaunaplatta.

Nánar
25 feb'22

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

English and Polish below APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN, ORANGE WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 2 (POMARAŃCZOWY ALERT) Appelsínu gul veðurviðvörun er í gildi í dag föstudag 25. Febrúar frá kl 11:00 til 17:00. Sjá upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Orange warning has been issued today Friday 25th from 11:00 until 17:00. Futher information found here: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Pomarańczowe ostrzeżenie zostało wydane dzisiaj,…

Nánar
22 feb'22

Íslenskuverðlaunin

Íslenskuverðlaunum unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík voru afhent í Hörpu í gær. Hamraskóli tilnefndi að þessu sinni þær Áróru Mjöll í 3. bekk fyrir yngra stigið og Árbjörtu Vertarrós í 5. bekk fyirr miðstigið. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með íslenskuverðlaunin. Hér má sjá hluta af rökstuðningi fyrir tilnefningunni.   Áróra Mjöll. Fyrir að…

Nánar
04 feb'22

Starfsdagur og foreldradagur

Minnum á að mánudaginn 7. febrúar er starfsdagur hjá kennurum og enginn skóli hjá nemendum. Á þriðjudaginn 8. febrúar er foreldraviðtalsdagur og fara viðtölin ýmist fram símleiðis eða á fjarfundi. Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 9. febrúar.

Nánar
26 jan'22

Afmælisgjöf til skólans frá foreldrafélaginu

Fulltrúi foreldrafélagsins kom færandi hendi og færði skólanum góða gjöf í tilefni þess að skólinn er 30 ára á þessu skólaári. Með hækkandi sól og rýmri sóttvarnarreglum munum við gera okkur glaðan dag í tilefni afmælisins. Foreldrafélagið færði okkur magnara sem eykur möguleika okkar á að halda ýmsa viðburði bæði innanhúss og ekki síst utandyra.…

Nánar