Gleðileg jól
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða með von um frið og farsæld á nýju ári. Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar. Jólakveðjur, Starfsfólk Hamraskóla
NánarJólasagan
Það var sannarlega hátíðleg stund í dag þegar 5. bekkur Hamraskóla sýndi jólasöguna í tvígang fyrir fullum sal af fólki. Foreldrar 5. bekkinga fjölmenntu á fyrri sýninguna og nemendur og starfsmenn Hamraskóla á þá síðari. Nemendurnir í 5. bekk stóðu sig ótrúlega vel og það var svo mikil ró og yfirvegun í hópnum að eftir…
NánarKakóganga og jólaskemmtun
Í aðdraganda jóla hefur það verið hefð í Hamraskóla að heimsækja Gufunesbæ. Við höfum gengið saman og myndað ljósorm þar sem nemendur koma með vasaljós og lýsa leiðina í myrkrinu. Allir fá svo kakó þegar komið er á áfangastað. Þetta árið ákváðum við að skipta hópnum í tvennt og fórum fyrst með eldri hópinn og…
NánarNordplus verkefni í 2. bekk og myndmennt
Fyrir skömmu vorum við með gesti í heimsókn hér í Hamraskóla í tenglum við Nordplus verkefni sem kallast Learn-Explore-Act eða LEA. Verkefnið er unnið i samvinnu við skóla í Danmörku, Lettlandi og Litháen. Viðfangsefnið er hnattrænar loftlagsbreytingar sem verða kröftugri með hverjum deginum og hvernig við getum brugðist við þeim. Nemendur í 2. bekk unnu…
NánarHrekkjavaka 28. okt.
Föstudaginn 28 október ætlum við í Hamraskóla að halda upp á hina hræðilegu Hrekkjavöku. Við skreytum skólann á skelfilegan hátt og hver bekkur gerir sér glaðan dag inni í sinni stofu eftir samveru á sal. Nemendur mega koma í furðufötum, mála sig og skreyta í anda dagsins. Þennan dag má koma með sparinesti þ.e. sætabrauð…
NánarVetrarfrí
Framundan er vetrarleyfi í skólum Reykjavíkurborgar. Enginn skóli er því dagana 21., 24. og 25. október. Við sjáums hress og endurnærð eftir vetrarleyfi miðvikudaginn 26. október.
NánarGestir frá Litháen
Hamraskóli tekur þátt í Nordplus verkefni sem nefnist „ Reading is fun“. Verkefnið er samstarfsverkefni Íslands og Litháen. Þrír kennarar frá Litháen heimsóttu skólann okkar. Þeir voru að kynna sér skólakerfið á Ísland, fræðast um land og þjóð og að sjálfsögðu lestraraðferðir og áherslur í lestri. Nemendur í 7. bekk voru með kynningu á skólanum…
NánarSkólasetning
Hamraskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00. Nemendur fara beint upp í stofur til sinna kennara. Nemendur mæta eftirfarandi stofur: 1. bekkur – stofa 203. Kennarar: Hildur Gylfadóttir og Íris Andrésdóttir. 2. bekkur – stofa 202. Kennarar: Edda Eir Guðlaugsdóttir og Sandra Ýr Gísladóttir. 3. bekkur- stofa 208. Kennarar: Þórunn Elídóttir og Margrét Anna…
NánarSkólasetning
Nú styttist í skólabyrjun en skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10.00. Nánari upplýsingar um skólastarfið berast í næstu viku.
NánarSumarkveðja
Kæru foreldrar/forráðamenn Kærar þakkir fyrir samvinnuna liðið skólaár. Það var skemmtilegt og ánægjulegt að geta boðið foreldrum í hús á vordögum. Starfsfólk Hamraskóla þakkar nemendum og foreldrum/forráðamönnum samveruna í vetur og sendir sumarkveðjur og bestu óskir um gott sumarfrí. Við hlökkum til að starfsins næsta vetur.
Nánar