Skip to content
18 maí'22

Dagskrá afmælis- og vorhátíðar Hamraskóla 19. maí☀️

Dagskrá afmælis- og vorhátíðar Hamraskóla 19. maí Kennlsustofur opnar og sýning á göngum frá 16:00-18:00 Leiktæki á skólalóð frá 16:00 – 18:00 Tónlist í anddyri frá 16:00 – 16:40 Töframaður í íþróttasal eða úti, fer eftir veðri kl. 16:40 Kórinn í sal kl. 17:00 Tímasetningar gætu hlaupið til um 5-10 mínútur. Vöffusala frá 16:00 -18:00.…

Nánar
13 maí'22

Heimsókn á Náttúruminjasafn Íslands

bekkur heimsótti Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni í vikunni. Þar lærðu krakkarnir um hringrás vatnsins á jörðinni. Þeir lærðu margt um vatnið og ferðalag vatnsdropans um loft, vötn og höf. Sumum fannst mjög merkilegt að vatnið sem við notum í dag er sama vatnið og risaeðlur drukku, já og pissuðu fyrir milljónum ára! Krakkarnir stóðu sig…

Nánar
06 maí'22

Fiskaþema í Hamrasetri

Nemendur í Hamrasetri hafa verðið að vinna að þemaverkefni um fiska síðustu vikur. Markmiðið var að kynnast hafinu, fiskum og ýmsum lífverum þess. Þeir veltu fyrir sér spurningum eins og hvernig líta fiskar út, á hverju lifa þeir og hvernig eru sumir þeirra á bragðið? Þetta var mjög fjölbreytt verkefni og var víða komið við.…

Nánar
29 apr'22

Umhverfis- og hreyfivika

Veðurguðirnir hafa aldeilis verið okkur hliðhollir síðustu daga. Í vikunni vorum við í Hamraskóla með umhverfis- og hreyfiviku. Allir nemendur skólans fóru út í tiltekt á skólalóðinni. Það var sópað, rakað og plokkað eins og enginn væri morgundagurinn. Í dag lukum við vikunni með gönguferð. Við fórum öll samferða af stað og gengum niður að…

Nánar
26 apr'22

Kór Harmaskóla syngur í Hörpu

Kór Hamraskóla mun syngja í Hörpuhorni sunnudaginn 1. maí kl. 14:00. Er ekki upplagt að leggja leið sína í bæinn á verkalýðsdaginn og hlusta á þennan frábæra kór syngja nokkur lög undir stjórn Auðar Guðjohnsen? https://www.harpa.is/kor-hamraskola

Nánar
26 apr'22

Lokahátíð upplestrarkeppninnar

Lokahátíð upplestrarkeppninnar var haldin í Grafarvogskirkju í gær.  Nemendur úr skólum í  Grafarvogi og á Kjalarnesi lásu upp fyrir gesti og dómnefnd. Fullrúar Hamraskóla, þær Þuríður og Helena, stóðu sig mjög vel og óskum við þeim til hamingju með sína frammistöðu.

Nánar
22 apr'22

Fræðibækur fyrir lítil börn

Nemendur í 4. bekk hafa verið að vinna fræðibækur fyrir lítil börn. Í bókunum má finna ýmsan fróðleik og eru bæði fallega og vel unnar. Greinilegt er að metnaður hefur verið lagður í þær af þessum flottu og vandvirku nemendum fjórða bekkjar. Myndir í möppu á myndasvæði.

Nánar
20 apr'22

Spilagleði

Föstudaginn 8. apríl, daginn fyrir páskafrí, bauð 5. bekkur 1. bekk í heimsókn og spilaði við krakkana. Þetta lukkaðist mjög vel og fannst nemendum gaman að þessu uppbroti. Myndir frá spiladeginum má sjá í myndaalbúmi.

Nánar
25 mar'22

1. b. lærir um mannslíkamann

Í fyrsta bekk eru nemendur að vinna í hæfniviðmiðinu að útskýra á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans. Þeir hafa teiknað beinagrind og innri líffæri og svo gerðu þeir líkama í fullri stærð þ.e. þeirra stærð. Verkefnið gengur mjög vel og allir eru mjög virkir í vinnu og áhugasamir. Fleiri myndir eru á heimasíðu.

Nánar
25 feb'22

Við lentum í 3. sæti í Lífshlaupinu

Hamraskóli lenti í 3. sæti í Lífshlaupskeppni grunnskóla 2022. Við óskum nemendum til hamingju með flottan árangur. Tveir fulltrúar okkar mættu í Íþróttamiðstöðina í Laugardal ásamt íþróttakennaranum okkar og tóku við verðlaunaplatta.

Nánar