07 jún'19

Skólaslit í Hamraskóla

Hamraskóla var slitið i sól og sumaryl í dag. Nemendur fjölmenntu á skólaslitin ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum. Nemendur fengu afhentan vitnisburð og röltu síðan út í sumarið. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið í vetur og hittumst hress og kát í haust.

Nánar
07 jún'19

Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður kom og las fyrir nemendur úr nýju bókinni sinni. Hann hvatti nemendur til þess að lesa í sumar og heimsækja bókasöfnin.

Nánar
03 jún'19

Unicef-hlaupið

Í dag hlupu nemendur Hamraskóla í Unicefhlaupinu. Hlaupið fór fram í Gufunesbæ í sól og björtu veðri. Eins og undanfarin ár voru nemendur sérstaklega duglegir og hlupu hring eftir hring og margir yfirfylltu heimskortið sitt en einn límmiði fékkst fyrir hvern hring. Myndir frá hlaupinu má finna í myndaalbúmi á heimsíðu skólans.

Nánar
03 jún'19

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Evanas nemandi í 5. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Hamraskóla. Hann var tilnefndur fyrir að vera jákvæður og vinnusamur nemandi sem hrífur aðra með sér. Hann ber umhyggju fyrir skólasystkinum sínum og er hreinskiptinn í öllum samskiptum og ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar þess er þörf.…

Nánar
21 maí'19

Tónskóli Björgvins í Hamraskóla

Innritun nemenda vegna skólaársins 2019-2020 stendur yfir en henni lýkur sunnudaginn 9. júní. Tónskóli Björgvins er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem hóf samstarf við Hamraskóla haustið 2007. Kennslan fer fram á skólatíma, þannig að nemendur í einkatíma í hljóðfæraleik fá að fara út úr kennslustundum til að sækja tónlistartíma. Stundataflan er „rúllandi“ þannig að nemandinn fer…

Nánar
12 apr'19

Páskaleyfi

Nemendur Hamraskóla eru komnir í páskaleyfi. Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl.

Nánar
11 apr'19

Uppbrot í íþróttum fyrir 6. og 7. bekk

Í dag vorum við með uppbrot fyrir  6. og 7.  bekk í íþróttasalnum. Skipulagið var unnið í samvinnu með fulltrúum bekkjanna. Krakkarnir gátu valið  sér eina hreysti grein: sipp, kaðlaklifur, sprettur, hreystigrip, planki eða upphífingar. Síðan var keppt í fjórum liðum í dodgeball þar sem dregið var í liðin. Krakkanir gáfu ekkert eftir og stóðu…

Nánar
07 mar'19

Öskudagur 2019

Á öskudaginn ríkti gleði og gaman í Hamraskóla eins og sjá má á myndbandinu sem hér fylgir.

Nánar
01 mar'19

Lífshlaupið

Nemendur Hamraskóla stóðu sig vel í Lífshlaupinu þetta árið líkt og þeir hafa gert síðustu ár. Hamraskóli hefur verið í þremur efstu sætunum síðustu sex á. Í ár lentum við í 3. sæti í okkar flokki. Fulltrúar nemenda Hamraskóla mættu á verðlaunaafhendingu og tóku við viðurkenningu fyrir hönd skólans. Við þökkum fyrir góða þátttöku og…

Nánar