Skip to content
18 nóv'19

Lestrarvinir

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu þá fóru nemendur í 4. bekk og lásu fyrir leikskólabörn á Klettaborg og Funaborg. Nemendur stóðu sig mjög vel og við erum stolt af okkar fólki.

Nánar
18 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Á degi Íslenskarar tungu 16. nóvember voru Íslenskuverðlaun unga fólksins veitt í þrettánda sinn í Hörpu. Að þessu sinni tilnefndi starfsfólk Hamraskóla  Erlu Karitas fyrir frábæran árangur í íslensku.  Erla er þrautseig og á auðvelt með að tileinka sér ný vinnubrögð. Erla Karitas hefur ekki bara góðan skilning á uppbyggingu tungumálsins heldur hefur hún líka…

Nánar
15 nóv'19

Makey Makey í 7. b.

Makey Makey er lítið tæki sem breytir allskonar hlutum í stjórntæki þegar það er tengt við tölvu. Hægt er að láta ímyndunaraflið ráða för og meðal annars nota  vatnsglas, leir og fleira til að stýra tölvuleikjum, skapa tónverk og fleira.  Hér má sjá stúlku í 7. bekk spila lag með vatnsglösum.

Nánar
15 nóv'19

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er helgaður íslenskri tungu. Í ár ber daginn upp á laugardag þannig að við héldum upp á daginn í dag, föstudag. Nemendur í 7. bekk fluttu erindi um Jónas Hallgrímsson og kór Hamraskóla söng fyrir okkur.  Auður tónlistakennari söng með okkur ýmis falleg lög í tilefni…

Nánar
01 nóv'19

Viðurkenning fyrir eTwinning samstarfsverkefni

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun allt með hjálp upplýsingatækni. Hamraskóli tók þátt í verkefninu „Wonders in the country og science“  ásamt þremur öðrum löndum ( Litháen, Danmörku og Noregi)  og hlaut verkefnið…

Nánar
08 okt'19

Sinfóníutónleikar

Nemendur í 3. -7. bekk fjölmenntu á sinfóníutónleika á sýninguna Tímaflakk í tónheimum. Hljómsveitin flutti sig eftir tímaás tónlistasögunnar og fluttu verk frá 1632 til okkar daga. Yngsti höfundurinn er fæddur 2008.

Nánar
07 okt'19

Fjöruferð

Nemendur í 6. bekk hafa verið að læra um lífríkið í fjörunni síðustu vikur. Þeir voru áhugasamir í fjörunni að safna saman lífverum.  Verið var að læra um hryggleysingja og fjörugróður. Nemendur héldu síðan áfram rannsóknum sínum í kennsustofunni og unnu með það sem þeir sáu og söfnuðu saman í fjöruferðinni.

Nánar
13 sep'19

Tálgað í Gufunesbæ

3. bekkur fór í heimsókn í Gufunesbæ að tálga og brenna teiknikol. Ferðin gekk ljómandi vel og nemendur áhugasamir.

Nánar
10 sep'19

Viðurkenning fyrir Unicef-hlaupið

Nemendur, foreldrar og starfsfólk Hamraskóla fékk senda viðurkenningu frá Unicef fyrir framlag sitt í baráttunni fyrir réttindum barna. Í hlaupinu í vor söfnuðust 119.778 kr.

Nánar
06 sep'19

Ólympíuhlaupið

Í dag hlupu nemendur Hamraskóla Ólympíuhlaupið. Hlaupið var á stígum í nágrenni skólans mismundandi vegalengdir eftir aldri nemenda. Þetta var skemmtileg samver aþar allir leggjast á eitt að hlaupa og njóta útiveru.  Skráning í Göngum í skólann verkefninu hefst á mánudaginn og stendur í 3 vikur.

Nánar