Skip to content
14 nóv'22

Nordplus verkefni í 2. bekk og myndmennt

Fyrir skömmu vorum við með gesti í heimsókn hér í Hamraskóla í tenglum við Nordplus verkefni sem kallast Learn-Explore-Act eða LEA.  Verkefnið er unnið i samvinnu við skóla í Danmörku, Lettlandi og Litháen.  Viðfangsefnið er hnattrænar loftlagsbreytingar sem verða kröftugri með hverjum deginum og hvernig við getum brugðist við þeim. Nemendur í 2. bekk unnu…

Nánar
27 okt'22

Hrekkjavaka 28. okt.

Föstudaginn 28 október ætlum við í Hamraskóla að halda upp á hina hræðilegu Hrekkjavöku. Við skreytum skólann á skelfilegan hátt og hver bekkur gerir sér glaðan dag inni í sinni stofu eftir samveru á sal. Nemendur mega koma í furðufötum, mála sig og skreyta í anda dagsins. Þennan dag má koma með sparinesti þ.e. sætabrauð…

Nánar
20 okt'22

Vetrarfrí

Framundan er vetrarleyfi í skólum Reykjavíkurborgar. Enginn skóli er því dagana 21., 24. og 25. október. Við sjáums hress og endurnærð eftir vetrarleyfi miðvikudaginn 26. október.

Nánar
03 okt'22

Gestir frá Litháen

Hamraskóli tekur þátt í Nordplus verkefni sem nefnist  „ Reading is fun“. Verkefnið er samstarfsverkefni Íslands og Litháen.   Þrír kennarar frá Litháen heimsóttu skólann okkar.  Þeir voru að kynna sér skólakerfið á Ísland, fræðast um land og þjóð og að sjálfsögðu lestraraðferðir og áherslur  í lestri.  Nemendur í 7. bekk voru með kynningu á skólanum…

Nánar
18 ágú'22

Skólasetning

Hamraskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.  Nemendur fara beint upp í stofur til sinna kennara. Nemendur mæta eftirfarandi stofur: 1. bekkur – stofa 203. Kennarar: Hildur Gylfadóttir og Íris Andrésdóttir. 2. bekkur – stofa 202. Kennarar: Edda Eir Guðlaugsdóttir og Sandra Ýr Gísladóttir. 3. bekkur- stofa 208. Kennarar: Þórunn Elídóttir og Margrét Anna…

Nánar
11 ágú'22

Skólasetning

Nú styttist í skólabyrjun en skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10.00. Nánari upplýsingar um skólastarfið berast í næstu viku.

Nánar
13 jún'22

Sumarkveðja

Kæru foreldrar/forráðamenn Kærar þakkir fyrir samvinnuna liðið skólaár. Það var skemmtilegt og ánægjulegt að geta boðið foreldrum í hús á vordögum. Starfsfólk Hamraskóla þakkar nemendum og foreldrum/forráðamönnum samveruna í vetur og sendir sumarkveðjur og bestu óskir um gott sumarfrí. Við hlökkum til að starfsins næsta vetur.

Nánar
02 jún'22

Unicef hlaupið

Nemendur Hamraskóla voru ótrúlega duglegir í Unicef-hlaupinu í dag. Við fengum gott hlaupaveður og ánægjulegt að sjá nokkra foreldra sem komu og fylgdust með hlaupinu. Sjá má myndir í myndaalbúmi.

Nánar
02 jún'22

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt í síðustu viku við hátíðlega athöfn í Rimaskóla. Þetta árið tilnefndi Hamraskóli Helenu úr 7. bekk. Helena var á Reykjum þá viku og missti af athöfninni og fékk því viðurkenningu og rós á sal í skólanum. Helena er fyrirmyndarnemandi sem tekur áskorunum fagnandi auk þess sem hún er hjálpleg…

Nánar
20 maí'22

Takk fyrir komuna

Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna á vorhátíðina. Það var mjög ánægjulegt að geta loksins opnað skólann og tekið á móti foreldrum/forráðamönnum og aðstandendum nemenda. Eins og gestir sáu þá hafa nemendur og kennarar ekki setið auðum höndum og ótrúlega gaman að sjá afrakstur vetrarins og fjölbreytileika verkefna. Við erum stolt af nemendahópnum okkar…

Nánar