Fræðslufundur Heimilis og skóla
Til foreldra/forráðamanna barna og unglinga í Grafarvogi og Kjalarnesi. Mánudaginn 27. mars kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla. Fundurinn er haldinn í Hlöðunni í Gufunesbæ. Við vitum að mikilvægi samvinnu foreldra í skólastarfinu er óumdeilt. Samheldni og samstarf foreldra hefur jákvæð áhrif á velferð barna; skólabrag og líðan nemenda,…
NánarBókagjöf frá foreldrafélaginu
Foreldrafélag Hamraskóla ákvað að styrkja bókasafnið okkar og færum við þeim okkar bestu þakkir. Það er alltaf eftirspurn eftir nýjum bókum og því óhætt að segja að gjöf sem þessi gleðji nemendur. Bókasafnskennarinn fór á stúfana og valdi bækur með það að markmiði að auka enn frekar fjölbreytnina á safninu.
NánarSkíðaferð í 2. bekk
Þann 10 janúar síðastliðinn fór 2. bekkur í skíðabrekkuna í Dalhúsum og fengu að prófa skíði. Leiðbeinendur frá Miðstöð útivistar og útináms aðstoðuðu og kenndu nemendum byrjendatökin á skíðum. Nemendur voru virkilega áhugasöm og fannst þetta reglulega skemmtilegt og ekki ólíklegt að áhugi á skíðaiðkun hafi kviknað hjá mörgum
NánarGleðileg jól
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða með von um frið og farsæld á nýju ári. Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar. Jólakveðjur, Starfsfólk Hamraskóla
NánarJólasagan
Það var sannarlega hátíðleg stund í dag þegar 5. bekkur Hamraskóla sýndi jólasöguna í tvígang fyrir fullum sal af fólki. Foreldrar 5. bekkinga fjölmenntu á fyrri sýninguna og nemendur og starfsmenn Hamraskóla á þá síðari. Nemendurnir í 5. bekk stóðu sig ótrúlega vel og það var svo mikil ró og yfirvegun í hópnum að eftir…
NánarKakóganga og jólaskemmtun
Í aðdraganda jóla hefur það verið hefð í Hamraskóla að heimsækja Gufunesbæ. Við höfum gengið saman og myndað ljósorm þar sem nemendur koma með vasaljós og lýsa leiðina í myrkrinu. Allir fá svo kakó þegar komið er á áfangastað. Þetta árið ákváðum við að skipta hópnum í tvennt og fórum fyrst með eldri hópinn og…
Nánar