Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar sem nemendur í 7. bekk frá öllum skólum í Grafarvogi og Kjalarnesi taka þátt í fór fram í gær í Grafarvogskirkju. Hamraskóli átti tvo fulltrúa á lokahátíðinni, þær Elísabetu Hauksdóttur og Ragnheiði Víkingsdóttur. Stúlkunum gekk vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Sigurvegari kom frá Foldaskóla.
NánarStarfsdagur miðvikudaginn 10. mars
Starfsdagur verður í Hamraskóla miðvikudaginn 10.mars. Nemendur eru í fríi þann dag en frístundaheimilið Simbað er opið.
NánarVetrarleyfi 22. og 23. febrúar
Dagana 22. og 23. febrúar verður vetrarleyfir í Hamraskóla. Þessa daga fellur allt skólastarf niður og lokað verður í frístundaheimilinu Simbað. Hlökkum til að sjá ykkur að leyfi loknu þann 24. febrúar (miðvikudagur).
NánarStarfsdagur og foreldradagur
Starfsdagur verður í Hamraskóla föstudaginn 6. febrúar og foreldraviðtalsdagur mánudaginn 8. febrúar. Nemendur eru í fríi þá daga.
NánarJólakveðja
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Nemendu mæta aftur í skólann 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Njótið gleði og friðar um jólin og við sjáumst kát og glöð á nýju ári. Starfsfólk Hamraskóla.
NánarMy virtual trip around Europe
My virtual trip around Europe 2020-2021 5. bekkur í Hamraskóla tekur þátt í eTwinning verefninu My virtual trip around Europe þetta skólaárið. Verkefnið er unnið í samstarfi við u.þ.b 20 lönd í Evrópu. Nemendur vinna ýmis verefni t.d um siði og venjur í sínu landi, áhugamál og skólann sinn. Þau nýta upplýsingatækni til að koma…
NánarHurðaskreytingar jólin 2020
Hurðaskreytingameistarar Hamraskóla jólin 2020 er 5. OG sem skreyttu hurðina sína með syngjandi Rudólf. Samkeppnin var mjög hörð enda lögðu allir hópar sig fram við að skreyta sína hurð sem flottast.
NánarVinningshafi í jólakortakeppni Hamraskóla 2020
Dagbjört Fjóla nemandi í 7. bekk er vinningshafi í jólakortakeppni Hamraskóla þetta árið. Við óskum henni innilega til hamingju! Kort Dagbjartar var valið úr fjölda korta en samkeppnin var mjög hörð í ár þar sem mörg falleg og skemmtileg kort voru send inn i keppnina. Dómnefndin var ekki öfundsverð að þurfa að velja eitt kort…
NánarHimingeimurinn
Krakkarnir í fjórða bekk voru að ljúka við verkefni um himingeiminn. Í upphafi söfnuðu krakkarnir margskonar upplýsingum um sólkerfið úr bókum og rafrænu efni og lærðu að vitna í heimildir. Hver og einn gerði heimasíðu um reikistjörnu og hannaði eldflaug sem ferðaðist á Sphero kúlu milli reikistjarna. Til þess að þetta gengi upp þurftu allir…
Nánar