Skip to content
29 jan'20

eTwinning í Hamraskóla

Hamraskóli hefur nú í tvö ár unnið eTwinning verkefni í samvinnu við skóla í Evrópu. Á síðasta ári var 7. bekkur að vinna verkefnið Wonders in the country of science. Í ár er 3. bekkur að vinna verkefnð Alice in Plantland. Á heimasíðu Hamraskóla undir nám og kennsla má finna flipa merktan eTwinning þar sem…

Nánar
23 jan'20

Fjöltefli

Það var gaman að fá þá Helga Árnason og Hrafn Jökulsson í heimsókn til okkar í Hamraskóla. Hrafn tefldi við fjóra árganga þ.e. við 4. -7. b. og svo voru einnig yngri skákáhugamenn sem fengu að taka þátt í fjölteflinu. Hrafn sagði einnig frá Grænlandi í máli og myndum. Þetta var skemmtileg heimsókn sem eflir…

Nánar
20 des'19

Jólakveðja

Starfsfólk Hamraskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Njótið vel jólaleyfisins og við sjáumst hress og endurnærð fimmtudaginn 2. janúar. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu þann dag.

Nánar
19 des'19

Jólafréttir

Það hefur margt verið gert í aðdraganda jóla hér í Hamraskóla. Gleðin hófst í byrjun desember þegar nemendur í 7. bekk skreyttu skólann. Jólaskreytingarnar og jólaljósin setja sinn svip á umhverfið og gleðja stóra sem smáa. Jólakortasamkeppnin hófst einnig í byrjun desember og stóð yfir í rúma viku. Mörg listaverk urðu til og margir sem…

Nánar
12 des'19

Lestrarvinir

Í Hamraskóla höfum við  til margra ára verið með verkefni sem við köllum lestrarvini. Verkefnið gengur út á það að eldri nemendur lesi fyrir þá yngri. Við pörum saman nemendur úr 1. og 5. bekk, 2. og 6. bekk og 3. og 7. bekk. 4. bekkur les fyrir nemendur á Klettaborg á Degi Íslenskrar tungu…

Nánar
10 des'19

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Allir heim fyrir kl. 15:00 Þriðjudagur, 10. desember 2019 Skóla- og frístundastarf mun raskast í dag þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15  nema brýn nauðsyn beri til.   Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og…

Nánar
06 des'19

Jólalegasti bekkurinn

Þeir eru svo skemmtilegir dagarnir í desember þegar nemendur mæta í skólann fullir af spenningi yfir viðburðum jólamánaðarins. Í dag var samkeppni milli bekkja um jólalegasta bekkinn. Nánast allir nemendur skólans klæddu sig upp og þegar við komum saman á sal var mikil stemmning og salurinn mjög jólalegur. Búið var að skipa dómnefnd sem ekki…

Nánar
29 nóv'19

Fullveldishátíð

Í tilefni af fullveldisdeginum söng kór Hamraskóla fyrir okkur á sal í dag. Kórinn söng lögin Ísland farsælda frón og Lands míns föður og var mjög gaman að hlusta á krakkana syngja þessi íslensku lög. Nemendur í 7. bekk kynntu einnig fyrir okkur forseta lýðveldisins.

Nánar