Skip to content
03 apr'20

Gleðilega páska

Skert skólahald í Hamraskóla hefur gengið vel fram að þessu og nú er ljóst að við mundum halda áfram með  sama skipulag eftir páska. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl og þá mæta 2., 4. og 6. bekkur og verða annan hvern dag eins og verið hefur. Hinir bekkirnir koma í skólann miðvikudaginn 15. apríl.…

Nánar
18 mar'20

eTwinning viðurkenning fyrir Hamraskóla

Hamraskóli hefur nú fengið titilinn eTwinning skóli 2020-2021. Við þurftum að uppfylla ýmis skilyrði í umsóknarferlinu og fengum þessar góðu fréttir að við hefðum verðið samþykkt sem eTwinning skóli. Nokkrir kennarar við skólann hafa verið virkir í að taka þátt í eTwinning verkefnum og fleiri munu bætast í hópinn þar sem þessi viðurkenning krefst markvissar…

Nánar
16 mar'20

Skert skólastarf

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag. Nemendur mega ekki vera í stærri hópum en 20 manna í rými/stofu og samgangur nemenda utan skilgreindra rýma er ekki leyfilegur. Skólastarf í grunnskólum verður af þessum sökum skert og skipulag út frá þessum aðstæðum. Upplýsingar um fyrirkomulag í Hamraskóla voru sendar í tölvupósti til foreldra, Við þökkum…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur mánudag 16. mars

Mánudagur 16. mars er starfsdagur í Hamraskóla. Þennan dag fellur öll kennsla niður.  Monday, March 16th is a staff day for teachers. All classes will be suspended on this day.

Nánar
10 mar'20

Upplestur í Grafarvogskirkju

Lokakeppni Stóru upplestrar keppninnar fyrir 7. bekk fór fram í Grafarvogskirkju í gær  með þátttöku  barna  úr Grafarvogsskólunum. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, ár hvert og lýkur í mars. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Forkeppni var í skólanum þar sem allir nemendur lásu…

Nánar
03 mar'20

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2020

Nú er Lífshlaupinu lokið og sigraði Hamraskóli í  sínum flokki í grunnskólakeppninni. Glæsilegur árangur hjá skólanum okkar sem hefur náð verðlaunasæti síðustu 7. ár. Við er afskaplega stolt að nemendum okkar og þessum árangri. Nokkrir nemendur mættu á verðlaunaafhendinguna ásamt Erlu íþróttakennara og Önnu skólastjóra. Til hamingju Hamraskóli!

Nánar
03 mar'20

Teiknisamkeppni MS

Á haustönn tóku nemendur 4. bekkjar þátt í teiknisamkeppni skólamjólkurdagsins.  Krakkarnir lögðu sig allir fram og voru myndirnar hver annarri fallegri.  Í keppnina bárust um 1540 myndir og hlutu 10 myndir viðurkenningu, þar á meðal var mynd Álfrúnar Lóu Jónsdóttur.  Að launum fékk bekkjarsjóðurinn peningaupphæð til að gera sér glaðan dag og efla liðsheild.  Börnin…

Nánar
03 mar'20

Vegna Covid-19 kórónaveirunnar

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar
27 feb'20

Fréttir frá 7. bekk

Í 7. bekk vorum við að vinna í íslensku með sögur úr norrænu goðafræðinni sem búið er að setja í nútímalegan búning. Við unnum ýmislegt í tengslum við þessar sögur og m.a. gerðum við einstaklingsverkefni sem var teiknimyndasaga og nýttum okkur iPada í þeirri vinnu. Sjá má  myndir af verkefninu í myndaalbúmi inni á heimasíðu…

Nánar
27 feb'20

Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þann 26. febrúar á sal skólans. Dómarar voru þær Anna María Jónsdóttir, Svala Ágústsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir. Nemendur stóðu sig vel í keppninni og áttu dómarar erfitt verk fyrir höndum að velja tvo aðalfulltrúa og einn varafulltrúa fyrir hönd skólans til að taka þátt í aðalkeppninni sem fer fram í Grafarvogskirkju…

Nánar