Skip to content

Fréttir frá 7. bekk

Í 7. bekk vorum við að vinna í íslensku með sögur úr norrænu goðafræðinni sem búið er að setja í nútímalegan búning. Við unnum ýmislegt í tengslum við þessar sögur og m.a. gerðum við einstaklingsverkefni sem var teiknimyndasaga og nýttum okkur iPada í þeirri vinnu. Sjá má  myndir af verkefninu í myndaalbúmi inni á heimasíðu skólans.

Við vorum líka að vinna með braghætti ljóða, stuðla, höfuðstafi, innrím og endarím þar sem ljóðið um Fenrisúlfinn var grunnverkefni. Unnum nokkur verkefni í framhaldi og enduðum á að vinna verkefni þar sem Helga kennarinn okkar var búin að klippa niður í ræmur ljóðlínur úr tveimur ljóðum sem við áttum síðan að raða saman út frá stuðlum, höfuðstöfum og endarími og líma á þar til gerða örk. Námsfélagar unnu þetta verkefni saman. Sjá myndaalbúm.

Í samfélagsfræðinni vorum við að vinna með Evrópulöndin í landafræðinni í tengslum við EM í handbolta sem við Íslendingar tókum þátt í og stóðum okkur vel. Við gerðum powerpoint verkefni sem hópverkefni og kynnum fyrir hinum hópunum.

Í enskunni erum við að vinna heimildarvinnu sem við ljúkum með veggspjaldagerð. Sjá myndir.

Í dönsku er hópurinn núna að lesa glæpasögu um barnsrán og vinna með að svara spurningum úr henni.  Ýmist lesa nemendur fyrir námsfélaga sinn, hlusta á kennara, lesa fyrir bekkinn eða bara í hljóði. Námsfélagar hjálpast svo að við að svara spurningum úr efninu. í einhverjum tilfellum þurfa nemendur að ljúka við ákveðnar spurningar heima.  Samhliða þessu eru nemendur að skrifa litla kynningu á stað í Reykjavík sem þeim finnst að gestir frá Danmörku eigi að skoða.  þessar kynningar verða svo birtar á síðu sem við deilum með 6.U, bekknum sem kemur frá Udby skole í Danmörku og heimsækir okkur 30. apríl.  Danski hópurinn sendi okkur upplýsingar um danska landsliðið í fótbolta, H.C. Andersen, Friðrik 7. og um ýmislegt sem er vinsælt í Danmörku.

Kóðinn hér fyrir neðan gefur aðgang að síðunni, og væri gaman ef þið sem kíkið á hana og skilduð eftir skilaboð til okkar.