Foreldrafélag Hamraskóla
Almennar upplýsingar
Foreldrafélag Hamraskóla er starfrækt við skólann og eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda við Hamraskóla félagar í foreldrafélaginu. Félagið hefur aðstöðu í skólanum til fundahalda og annarrar starfsemi og aflar fjár með innheimtu félagsgjalda. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Í lögum um grunnskóla frá árinu 2008 er lögð áhersla á velferð barna og virkari þátttöku þeirra og foreldra í skólastarfi. Foreldrafélag Hamraskóla hefur hag nemenda skólans ávallt að leiðarljósi og leggur áherslu á öflugt og gott samstarf meðal foreldra og starfsfólks skólans. Bekkjarfulltrúar eru kosnir að hausti úr hópi foreldra í hverjum bekk. Hlutverk bekkjarfulltrúa er fyrst og fremst að vera leiðtogar í foreldrahópi viðkomandi bekkjar, stuðla að auknu og ánægjulegu samstarfi meðal foreldra, umsjónarkennara og nemenda. Þeir eru jafnframt tengiliðir bekkjarins við stjórn foreldrafélags og eiga sæti í fulltrúaráði félagsins.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.
Fréttir úr starfi
Til foreldra/forráðamanna barna og unglinga í Grafarvogi og Kjalarnesi. Mánudaginn 27. mars kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla. Fundurinn er haldinn…
Nánar