Skip to content

Fjöltefli

Það var gaman að fá þá Helga Árnason og Hrafn Jökulsson í heimsókn til okkar í Hamraskóla. Hrafn tefldi við fjóra árganga þ.e. við 4. -7. b. og svo voru einnig yngri skákáhugamenn sem fengu að taka þátt í fjölteflinu. Hrafn sagði einnig frá Grænlandi í máli og myndum. Þetta var skemmtileg heimsókn sem eflir vonandi áhuga nemenda á skák í Hamraskóla. Sjá má fleiri myndir frá fjölteflinu í myndaalbúmi.