Skip to content

Fiskaþema í Hamrasetri

Nemendur í Hamrasetri hafa verðið að vinna að þemaverkefni um fiska síðustu vikur. Markmiðið var að kynnast hafinu, fiskum og ýmsum lífverum þess. Þeir veltu fyrir sér spurningum eins og hvernig líta fiskar út, á hverju lifa þeir og hvernig eru sumir þeirra á bragðið? Þetta var mjög fjölbreytt verkefni og var víða komið við. Nemendur fræddust um hafið og fiska í gegnum lestur og myndbönd auk þess sem þeir fóru í heimsókn á Hvalasafnið. Þeir fóru einnig í heimsókn í fiskbúð og krufu fisk sem síðan var steiktur í heimilisfræðitíma. Að lokum gerðu þeir myndverk um fiskana í sjónum.