Fardeild

Fardeild er sérhæft úrræði sem þjónar grunnskólunum í borgarhluta 4 (Grafarvogi og Kjalarnesi). Ráðgjafar í Fardeild veita ráðgjöf og vinna með nemendur í náms- og hegðunarerfiðleikum sem og nemendur með atferlisvanda og/eða geðraskanir. Ráðgjafar deildarinnar vinna með nemandann í skólaumhverfi hans og með samþykki foreldra/forráðamanna ásamt því að vera í nánu samstarfi við aðra fagaðila viðkomandi skóla. Nánari upplýsingar um fardeildina má finna á heimasíðu Foldaskóla.