Skip to content

eTwinning viðurkenning fyrir Hamraskóla

Hamraskóli hefur nú fengið titilinn eTwinning skóli 2020-2021. Við þurftum að uppfylla ýmis skilyrði í umsóknarferlinu og fengum þessar góðu fréttir að við hefðum verðið samþykkt sem eTwinning skóli. Nokkrir kennarar við skólann hafa verið virkir í að taka þátt í eTwinning verkefnum og fleiri munu bætast í hópinn þar sem þessi viðurkenning krefst markvissar þátttöku kennara og nái til fjölda nemenda. Hér má sjá hvaða skólar eru eTwinning skólar og hvað felst í því.