Skip to content

eTwinnig – skólaárið 2020-2021

Hamraskóli er eTwinning skóli og hafa verið unnin 3 skemmtileg verkefni í vetur.

eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum svo eitthvað sé nefnt en allt með hjálp upplýsingatækni.

Þessi verkefni voru unnin í vetur:

 

Book it 21

Markmiðið með þessu verkefni var að hvetja nemendur til að lesa meira og að deila upplifun sinni af lestri bóka með öðrum. Nemendur lásu bækur og unnu svo í hópum að kynningum á þeim. Formið á kynningum var bókastiklur eða stuttar kvikmyndir þar bækurnar og  voru kynntar og síðast en ekki síst var lagt mat að gæði bókanna. Kynningarnar voru svo settar á sameiginlegt svæði þannig að hinir þátttakendurnir gætu skoðað. Það var gaman að sjá hve fjölbreytt val var á bókum hjá nemendum á svipuðum aldri. Nemendur í 4. bekk tóku þátt í þessu verkefni og kennarar voru Erla María, Arna Vala og Hlíf.

 

My virtual trip around Europ

Markmiðið með þessu verkefni var að nemendur kynnist nágrönnum sínum í Evrópu.  Nemendur fá innsýn í menningu landanna, hefðir daglegs lífs hjá nemendum í nokkrum löndum Evrópu s.s. Grikklandi, Ítalíu, Tyrklandi, Lettlandi. Nemendur notuðu ensku sem tungumál og gerðu skemmtilegt myndband um Ísland og skólann sinn.  Nemendur áttu í samskiptum við aðra nemendur og skiptust á upplýsingum um land og þjóð.  Verkefnið stóð yfir í 8 mánuði. Nemendur í 5. bekk tóku þátt í þessu verkefni og kennarar voru Oddný, Linda og Hlíf.

 

French – Iclandic partnership

Eins og nafnið gefur til kynna var markmið verkefnisins að koma á samskiptum milli nemenda á Ísland (Hamraskóla) og nemenda í Frakklandi.  Nemendur handskrifuðu bréf þar sem þau kynntu sig, sögðu frá áhugamálum sínu, skólalífinu og fleira og sendu í pósti.  Þeir áttu einnig samskipti inn á Twinspace (eTwinning) síðunni þar sem þau gátu skrifast á og skipts á upplýsingum. Nemendur í 7. bekk tóku þátt í þessu verkefni og kennarar voru Arna Véný, Jónatan og Hlíf.