Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er helgaður íslenskri tungu. Í ár ber daginn upp á laugardag þannig að við héldum upp á daginn í dag, föstudag. Nemendur í 7. bekk fluttu erindi um Jónas Hallgrímsson og kór Hamraskóla söng fyrir okkur.  Auður tónlistakennari söng með okkur ýmis falleg lög í tilefni dagsins eins og  Á íslensku má alltaf finna svar og Vísur Íslendinga. Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996 en tilgangur dagsins er að halda íslenskri tungu í heiðri.