Skip to content
20 okt'22

Vetrarfrí

Framundan er vetrarleyfi í skólum Reykjavíkurborgar. Enginn skóli er því dagana 21., 24. og 25. október. Við sjáums hress og endurnærð eftir vetrarleyfi miðvikudaginn 26. október.

Nánar
18 ágú'22

Skólasetning

Hamraskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10:00.  Nemendur fara beint upp í stofur til sinna kennara. Nemendur mæta eftirfarandi stofur: 1. bekkur – stofa 203. Kennarar: Hildur Gylfadóttir og Íris Andrésdóttir. 2. bekkur – stofa 202. Kennarar: Edda Eir Guðlaugsdóttir og Sandra Ýr Gísladóttir. 3. bekkur- stofa 208. Kennarar: Þórunn Elídóttir og Margrét Anna…

Nánar
13 jún'22

Sumarkveðja

Kæru foreldrar/forráðamenn Kærar þakkir fyrir samvinnuna liðið skólaár. Það var skemmtilegt og ánægjulegt að geta boðið foreldrum í hús á vordögum. Starfsfólk Hamraskóla þakkar nemendum og foreldrum/forráðamönnum samveruna í vetur og sendir sumarkveðjur og bestu óskir um gott sumarfrí. Við hlökkum til að starfsins næsta vetur.

Nánar
02 jún'22

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt í síðustu viku við hátíðlega athöfn í Rimaskóla. Þetta árið tilnefndi Hamraskóli Helenu úr 7. bekk. Helena var á Reykjum þá viku og missti af athöfninni og fékk því viðurkenningu og rós á sal í skólanum. Helena er fyrirmyndarnemandi sem tekur áskorunum fagnandi auk þess sem hún er hjálpleg…

Nánar
20 maí'22

Takk fyrir komuna

Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna á vorhátíðina. Það var mjög ánægjulegt að geta loksins opnað skólann og tekið á móti foreldrum/forráðamönnum og aðstandendum nemenda. Eins og gestir sáu þá hafa nemendur og kennarar ekki setið auðum höndum og ótrúlega gaman að sjá afrakstur vetrarins og fjölbreytileika verkefna. Við erum stolt af nemendahópnum okkar…

Nánar
13 maí'22

Heimsókn á Náttúruminjasafn Íslands

bekkur heimsótti Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni í vikunni. Þar lærðu krakkarnir um hringrás vatnsins á jörðinni. Þeir lærðu margt um vatnið og ferðalag vatnsdropans um loft, vötn og höf. Sumum fannst mjög merkilegt að vatnið sem við notum í dag er sama vatnið og risaeðlur drukku, já og pissuðu fyrir milljónum ára! Krakkarnir stóðu sig…

Nánar
26 apr'22

Lokahátíð upplestrarkeppninnar

Lokahátíð upplestrarkeppninnar var haldin í Grafarvogskirkju í gær.  Nemendur úr skólum í  Grafarvogi og á Kjalarnesi lásu upp fyrir gesti og dómnefnd. Fullrúar Hamraskóla, þær Þuríður og Helena, stóðu sig mjög vel og óskum við þeim til hamingju með sína frammistöðu.

Nánar
25 feb'22

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

English and Polish below APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN, ORANGE WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 2 (POMARAŃCZOWY ALERT) Appelsínu gul veðurviðvörun er í gildi í dag föstudag 25. Febrúar frá kl 11:00 til 17:00. Sjá upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Orange warning has been issued today Friday 25th from 11:00 until 17:00. Futher information found here: https://en.vedur.is/alerts/area/rvk Pomarańczowe ostrzeżenie zostało wydane dzisiaj,…

Nánar
30 apr'20

Skólinn fer á fulla ferð 4. maí

Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Hamraskóla. Nú fögnum við því að eðlilegt skólahald hefst á ný 4. maí. Það verður ótrúlega gaman að fá alla nemendur samtímis inn í hús aftur og okkur starfsfólkinu hlakkar mikið til. Hér eru nokkur atriði til áréttingar. Almenn kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 4. maí. Þetta á við…

Nánar
27 feb'20

Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þann 26. febrúar á sal skólans. Dómarar voru þær Anna María Jónsdóttir, Svala Ágústsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir. Nemendur stóðu sig vel í keppninni og áttu dómarar erfitt verk fyrir höndum að velja tvo aðalfulltrúa og einn varafulltrúa fyrir hönd skólans til að taka þátt í aðalkeppninni sem fer fram í Grafarvogskirkju…

Nánar