Skip to content
02 des'20

Himingeimurinn

Krakkarnir í fjórða bekk voru að ljúka við verkefni um himingeiminn. Í upphafi söfnuðu krakkarnir margskonar upplýsingum um sólkerfið úr bókum og rafrænu efni og lærðu að vitna í heimildir. Hver og einn gerði heimasíðu um reikistjörnu og hannaði eldflaug sem ferðaðist á Sphero kúlu milli reikistjarna.  Til þess að þetta gengi upp þurftu allir…

Nánar
19 nóv'20

Undanfarið hefur 5. bekkur unnið með bókina Óðinn og bræður hans eftir Iðunni Steinsdóttur.  Í bókinni er lýst hvernig Óðinn, Vilji og Vé skapa heiminn úr jötninum Ými.  Sagt er frá ásum og ásynjum, fyrstu mönnunum þeim Aski og Emblu, byggingu Ásgarðs, hrimþursum, örlaganornunum og ýmsu fleiru.  Trúarbragðafræðin var samþætt íslensku og upplýsingamennt og útbjuggu…

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Á þessum degi eru Íslenskuverðlaunum unga fólksins úthlutað. Hver grunnskóli tilnefnir fulltrúa til verðlaunanna sem sýnt hafa áhuga og færni í íslensku hvort sem það er í ritun, tjáningu eða læsi. Hamraskóli tilnefndi einn nemanda af hvoru stigi til Íslenskuverðlaunanna. Í…

Nánar
11 nóv'20

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna

Einn af okkar frábæru kennurum í Hamraskóla var tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Við óskum henni innilega til hamingju. https://skolathroun.is/thorunn-elidottir/

Nánar
10 nóv'20

Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni skrifuðu allir nemendur Hamraskóla undir sáttmála gegn einelti og fengu fræðslu um málefnið. Margir bekkir unnu „hjálparhönd“ og settu í kringum sáttmálann.

Nánar
06 nóv'20

Glæsileg bókagjöf

Bjarni Fritz rithöfundur kom færandi hendi og gaf okkur bekkjarsett af bók sinni, Orri óstöðvandi: hefnd glæponanna. Bókin var valin barnabók ársins á Bókmenntahátíð barnanna 2020. Eiginkona Bjarna, Tinna Baldursdóttir útbjó skemmtileg verkefnahefti upp úr bókinni sem hægt er að vinna samhliða lestrinum. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Nánar
31 okt'20

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka

Það var líf og fjör í Hamraskóla í dag og dulafullar verur og andar á sveimi. Krökkunum fannst hræðilega gaman að fá að koma í skólann í dulargervi og lifðu sig inn í karakterinn sinn. Margir höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti skóladagurinn. Ljóst var að krakkarnir voru búnir að legga mikla vinnu í…

Nánar
19 okt'20

Vetrarleyfi 22.-26. október

Dagana 22. – 26. október verður vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Þessa daga fellur allt skólastarf niður og lokað verður í frístundaheimilinu Simbað. Njótið vetrarleyfisins og við hlökkum til að sjá ykkur að leyfi loknu þann 27. október (þriðjudagur). October 22. will be the start of winter Vacation. School will resume on October 27. (Tuesday). Simbað…

Nánar