Skip to content
08 jún'21

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugarlækjarskóla í gær 7. júní. Að þessu sinni tilnefndi starfsfólk Hamraskóla Dagmar Lilju í 7. bekk til verðlaunanna með þessu rökstuðningi. Dagmar er framúrskarandi nemandi sem nálgast öll viðfangefni af jákvæðni og yfirvegun hvort sem um er að ræða bóklegar greinar, íþróttir eða list-…

Nánar
08 jún'21

Skólaslit

Skólaslit hjá 1. -6. bekk verða fimmtudaginn 10. júní kl.  10 :00 og verða í u.þ.b.  30 mínútur. Útskrift hjá 7. bekk hefst kl. 14:30 sama dag í sal skólans. Að þessu sinni verða eingöngu nemendur ásamt umsjónarkennurum sínum á skólaslitunum.

Nánar
03 jún'21

eTwinnig – skólaárið 2020-2021

Hamraskóli er eTwinning skóli og hafa verið unnin 3 skemmtileg verkefni í vetur. eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum svo eitthvað sé nefnt en allt með hjálp upplýsingatækni. Þessi verkefni voru unnin í vetur:   Book it…

Nánar
28 maí'21

Vorgleði

Vorgleði hjá nemendum  miðvikudaginn 2. júní í boði foreldrafélagsins.

Nánar
28 maí'21

Starfsdagur mánudaginn 31. maí

Mánudaginn 31. maí er starfsdagur kennara í Hamraskóla og nemendur því í leyfi. Opið er í frístund fyrir nemendur sem þar eru skráðir.   Monday 31 May is staff day at Hamraskóli and no school. It is open at Simbað for students who are registered there.

Nánar
06 maí'21

Starfsdagur 10. maí

Mánudaginn 10. maí er starfsdagur hjá öllum grunnskólum í Reykjavík og því engin kennsla fyrir nemendur þennan dag. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir menntastefnumóti þar sem  á annað hundrað erindi, kynningar og myndbönd verða í boði fyrir starfsfólk á rafrænni ráðstefnu. Fimmtudaginn 13. maí er uppstigningardagur og því enginn skóli.

Nánar
05 maí'21

Nemendur í 6. bekk unnu með kúbísk andlit. Þau teiknuðu andlitin á blað og notuð þau sem fyrirmynd fyrir lágmyndir. Virkilega flott verkefni og afraksturinn mjög skemmtilegur. Myndir af verkefninum má sjá á facebook síðu skólans.

Nánar
30 apr'21

Samvinna í upplýsinga- og tæknimennt hjá 2. og 7. bekk

Það var líf og fjör í kennslustund í upplýsinga- og tæknimennt í gær. Þar voru nemendur í 7. bekk að leiðbeina nemendum í 2. bekk með ýmis forrit. Nemendur fengu t.d. að máta Stuttermabol sem opnar hjartað, forrita liðugu lirfuna og músina Jack. Þeir unnu einnig með smá vélmennin Ozobot Evo, Dot, Osmo, Bee-bot, Makey…

Nánar
17 mar'21

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru – upplestrarkeppninnar sem nemendur í 7. bekk frá öllum skólum í Grafarvogi og Kjalarnesi taka þátt í fór fram í gær í Grafarvogskirkju. Hamraskóli átti tvo fulltrúa á lokahátíðinni, þær Elísabetu Hauksdóttur og Ragnheiði Víkingsdóttur.  Stúlkunum gekk vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.  Sigurvegari kom frá Foldaskóla.

Nánar