Fréttir

19 des'18

Jólaleikar 2018

Nemendur skemmtu sér konunglega á jólaleikunum, þar sem ýmsar stöðvar voru í boði t.d. dans, púsl, myndataka, keiluleikur og fleira. Hér sjáið þið hópana. Hafið opið fyrir hljóð til þess að heyra herópið þeirra.  

Nánar
18 des'18

Jólaleyfi

    Nemendur og starfsfólk Hamraskóla eru í jólaleyfi frá 21. desember til 3. janúar. Skólinn hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá alla á nýju ári.

Nánar
07 des'18

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Þann 30. nóvember sl. heimsótti 7. bekkur Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Krökkunum var í upphafi skipt í tvo hópa og fékk annar helmingurinn fræðslu um skyndihjálp sem læknanemar sáu um, á meðan hinn hópurinn tók þátt í ýmsum tilraunum, t.d. um rafmagn, hljóðbylgjur, spegla, pendúla og margt fleira. Eftir 30 mínútur skiptu hóparnir um stað og…

Nánar
30 nóv'18

Fullveldishátíð

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til hátíðar í Hamraskóla. Kór skólans söng fyrir gesti og árgangarnir sýndu fjölbreytt atriði þar sem þeir tóku fyrir sögur, sönglög og dans frá liðinni öld fram á okkar daga. Nemendur stóðu sig vel og foreldrar fjölmenntu á sýninguna sem var mjög ánægjulegt. Sjá myndir í…

Nánar
30 nóv'18

7. bekkur á þjóðminjasafnið

Á dögunum fóru krakkarnir í 7. bekk í Þjóðminjasafnið. Ferðin var í tengslum við það sem krakkarnir eru að læra í samfélagsgreinum – en þeir hafa m.a. verið að vinna með hæfniviðmið þar sem „nemendur eiga að geta gert sér grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum…

Nánar
23 nóv'18

Lestrarvinir

16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu hefst Lestrarvinaverkefni Hamraskóla formlega. Verkefnið snýrst um það að eldri nemendur lesi fyrir þá yngri og styðja þá einnig í ýmsum verkefnum og viðburðum á skólaárinu. Í dag hittu nemendur í 5. bekk nemendur í 1. bekk og lásu fyrir þá. Sjá má myndir í myndaalbúmi.

Nánar
22 nóv'18

Barnamenningarhátíð

Miðvikudaginn 21. nóvember fóru krakkarnir í 6. bekk á Barnaþing í Borgum.  Þar fengu þeir fræðslu um fjölmenningu og fordóma.  Eftir fræðsluna var nemendum skipt upp í hópa og farið í leiki sem tengdust fræðslunni.

Nánar
20 nóv'18

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins eru veitt árlega af Reykjavíkurborg og tilnefnir hver skóli verðlaunahafa. Afhendingin fór fram í Hörpu 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu.  Að þessu sinni voru það  tveir nemendur frá Hamraskóla sem hlutu verðlaunin en það voru Helena Guðjohnsen Elísdóttir í 4. bekk og Halldór Viðar Hauksson í 6. bekk.   Við óskum þeim…

Nánar
13 nóv'18

Nordplusverkefni

Hamraskóli tekur þátt í Nordplusverkefni sem nefnist Wonders in the country of science ásamt  skólum í fjórum löndum, Lettlandi, Danmörku, Litháen og Noregi. Verkefnið snýst um að auka skilning nemenda á tækni og vísindum.  Við höfum fengið styrk til eins árs og munu þrír kennarar fara í skólaheimsóknir til þriggja samstarfsskóla.  Það eru fimmti og sjöundi bekkir Hamraskóla sem taka þátt.  Fyrsta verkenfið var að velja lógó og nú eru nemendur að framkvæma ýmsar tilraunir í tengslum við viðfangsefnið.

Nánar