Fréttir

07 mar'19

Öskudagur 2019

Á öskudaginn ríkti gleði og gaman í Hamraskóla eins og sjá má á myndbandinu sem hér fylgir.

Nánar
01 mar'19

Lífshlaupið

Nemendur Hamraskóla stóðu sig vel í Lífshlaupinu þetta árið líkt og þeir hafa gert síðustu ár. Hamraskóli hefur verið í þremur efstu sætunum síðustu sex á. Í ár lentum við í 3. sæti í okkar flokki. Fulltrúar nemenda Hamraskóla mættu á verðlaunaafhendingu og tóku við viðurkenningu fyrir hönd skólans. Við þökkum fyrir góða þátttöku og…

Nánar
22 feb'19

Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur

Það verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar. Hér má sjá dagskrá frístundamiðstöðva borgarinnar. 

Nánar
08 feb'19

Tæknivika í Hamraskóla

  Í þessari viku hafa allir nemendur skólans tekið þátt í tækniviku.  Nemendur fengur að prófa ýmis tæki og tól s.s. Osmo, Sphero, Dash og Dot, Makey Makey, Bluebot mýs og Guriscope bol.  Nemendur í 7. bekk tóku að sér að sjá um stöðvar og leiðbeina öðrum nemendum.  Nemendur sýndu þessu verkefni mikinn áhuga. Myndir…

Nánar
23 jan'19

Tröll í Gufunesbæ

Vettvangsferðin í Gufunesbæ gekk vel hjá 2. bekk ÁÍ. Hópurinn fékk dásamlegt veður og mikinn snjó. Börnin skemmtu sér konunglega í snjónum á leiðinni. Í Gufunesbæ fékk hópurinn fræðslu um huldufólk í klettunum og fóru í göngutúr, fundu klett. Lesin var tröllasaga. Börnin fengu kakó, kleinu og gerðu tilraun með snjó o.fl. Allir voru þreyttir…

Nánar
19 des'18

Jólaleikar 2018

Nemendur skemmtu sér konunglega á jólaleikunum, þar sem ýmsar stöðvar voru í boði t.d. dans, púsl, myndataka, keiluleikur og fleira. Hér sjáið þið hópana. Hafið opið fyrir hljóð til þess að heyra herópið þeirra.  

Nánar
18 des'18

Jólaleyfi

    Nemendur og starfsfólk Hamraskóla eru í jólaleyfi frá 21. desember til 3. janúar. Skólinn hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá alla á nýju ári.

Nánar
07 des'18

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Þann 30. nóvember sl. heimsótti 7. bekkur Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Krökkunum var í upphafi skipt í tvo hópa og fékk annar helmingurinn fræðslu um skyndihjálp sem læknanemar sáu um, á meðan hinn hópurinn tók þátt í ýmsum tilraunum, t.d. um rafmagn, hljóðbylgjur, spegla, pendúla og margt fleira. Eftir 30 mínútur skiptu hóparnir um stað og…

Nánar
30 nóv'18

Fullveldishátíð

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til hátíðar í Hamraskóla. Kór skólans söng fyrir gesti og árgangarnir sýndu fjölbreytt atriði þar sem þeir tóku fyrir sögur, sönglög og dans frá liðinni öld fram á okkar daga. Nemendur stóðu sig vel og foreldrar fjölmenntu á sýninguna sem var mjög ánægjulegt. Sjá myndir í…

Nánar
30 nóv'18

7. bekkur á þjóðminjasafnið

Á dögunum fóru krakkarnir í 7. bekk í Þjóðminjasafnið. Ferðin var í tengslum við það sem krakkarnir eru að læra í samfélagsgreinum – en þeir hafa m.a. verið að vinna með hæfniviðmið þar sem „nemendur eiga að geta gert sér grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum…

Nánar