Bókasafn

Húsnæði
Skólasafn skólans er í björtu og rúmgóðu húsnæði á annari hæð skólans við aðalanddyri og er um 130 m².


Safnkostur
Á safninu eru alls um 10.000 bækur sem skiptast í skáldsögur og fræðibækur. Á safninu er einnig að finna: hljóðbækur, geisladiska, spil , myndbönd og tímarit. Upplýsingar um öll gögn er að finna í Gegni sem er rafrænt alhliða bókasafnskerfi. Safnið hefur aðgang að Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur.

Starfsemi skólasafnsins
Felst í útlánum og stefnt er að því að allir nemendur fái reglulega tíma á safninu til að læra á safnið, fá sögustundir og leita heimilda. Skólasafninu er meðal annars ætlað það hlutverk að styðja sem best við það sem fer fram í skólanum og aðstoða nemendur og starfsfólk við öflun hverskonar efnis. Safnið er opið daglega frá 8.15 til 15.00

Markmið safnsins eru m.a.:

• að leiðbeina nemendur við að nota safnið við nám og til skemmtunar
• að safnkosturinn hafi fræðslu og uppeldislegt gildi og sé aðgengilegur öllum nemendum og starfsfólki skólans
• að hjálpa nemendum við að verða sjálfbjarga við að afla heimilda við skólatengd verkefni og finna þau gögn sem tilheyra safninu
• að örva áhuga nemenda á bókum og lestri
• að þjálfa hlustun og eftirtekt með sögustundum
• Stefnt er að því að allir nemendur fái bókasafnsfræðslu og læri m.a. á flokkunarkerfi safnins Dewey).

Á skólasafninu gilda einfaldar reglur
• Að ganga rólega og hljóðlega um og taka tillit til annarra
• Að fara vel með öll safngögn og setja þau á sinn stað þegar búið er að nota þau

Útlán
• Allir nemendur og starfsmenn skólans eiga lánþegaskírteini sem
eru geymd á bókasafninu
• Útlánstími er 4 vikur og ef þörf krefur er hægt að framlengja lán
• Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim, orðabækur og önnur uppsláttarrit sem eru sérstaklega merkt eru þó aðeins til afnota í skólanum
• Myndbönd/diskar eru einungis lánuð út til kennara skólans