Skip to content

Bókagjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Hamraskóla ákvað að styrkja bókasafnið okkar og færum við þeim okkar bestu þakkir. Það er alltaf eftirspurn eftir nýjum bókum og því óhætt að segja að gjöf sem þessi gleðji nemendur. Bókasafnskennarinn fór á stúfana og valdi bækur með það að markmiði að auka enn frekar fjölbreytnina á safninu.