Skip to content

Afmælisgjöf til skólans frá foreldrafélaginu

Fulltrúi foreldrafélagsins kom færandi hendi og færði skólanum góða gjöf í tilefni þess að skólinn er 30 ára á þessu skólaári. Með hækkandi sól og rýmri sóttvarnarreglum munum við gera okkur glaðan dag í tilefni afmælisins. Foreldrafélagið færði okkur magnara sem eykur möguleika okkar á að halda ýmsa viðburði bæði innanhúss og ekki síst utandyra. Við þökkum kærlega fyrir okkur