Áfallaráð

Við skólann starfar áfallaráð sem vinnur samkvæmt skipulagi sem starfsmenn skólans hafa unnið. Ef nemandi eða starfsmaður skólans verður fyrir áfalli s.s. slysi, árás, dauðsfalli eða alvarlegum veikindum er til áætlun sem starfað er eftir. Ef slíkt kemur upp er mikilvægt að aðstandendur tilkynni það til umsjónarkennara eða skólastjórnenda svo fljótt sem auðið er. Í áfallaráði eiga sæti kennari, skólastjórnendur, hjúkrunarfræðingur og skólasálfræðingur.