Skip to content

Okkur í Hamraskóla langar að bjóða ykkur velkomin til samstarfs og hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur auglýsir innritun nýrra nemenda. Innritun er í kringum mánaðarmótin febrúar/mars ár hvert. Innritun fer fram mínum síðum Reykjavíkur.

Á foreldravef Reykjavíkurborgar eru gagnlegar upplýsingar um upphaf grunnskólagöngu. Foreldravefurinn.

Í maí er vorskóli fyrir tilvonandi nemendur 1. bekkjar sem hefja skólagöngu í Hamraskóla að hausti. Vorskólinn er 3 - 4 dagar og er tvær kennslustundir í senn.  Nemendur fá sent bréf heim þar sem þeim er boðið í vorskólann.  Stutt móttaka verður fyrir nemendur og foreldra þar sem fyrirkomulag vorskólans verður kynnt. Nemendur fara þá með kennurum í skipulagt starf og þeir foreldrar sem þess óska fá stutta kynningu á skólanum.   Á skólasetningu verður frekari fræðsla fyrir foreldra um skólastarfið þar sem umsjónarkennarar kynna skipulags skólastarfs í 1. bekk.

Á heimasíðu skólans eru almennar upplýsingar um skólann s.s. skóladagatalið og starfsáætlun. Þar er einnig að finna skólareglur sem varða umgengni, mætingar og samskipti í skólanum. Slóðin er: http://www.hamraskoli.is
Skólinn er einnig með facebooksíðu.

Auk heimasíðu skólans hafa nemendur og foreldrar aðgang að náms- og
upplýsingarkerfinu Mentor á netinu. Þar er að finna upplýsingar um stundatöflur nemenda, ástundun, heimavinnu, námsáætlanir, námsmat o.fl.. Foreldrar fá aðgang að kerfinu með sérstöku aðgangsorði. Mikilvægt er að netföng og símanúmer foreldra séu rétt skráð og biðjum við foreldra að fylgjast með því.

Frístundaheimilið Simbað sæfari er rekið af Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Bryngeir Arnar Bryngeirsson er forstöðumaður. Dagskrá frístundaheimilisins hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 17:15 hvern virkan dag. Foreldrar geta sótt um fyrir börn sín í gegnum rafræna Reykjavík, reykjavik.is. Fast mánaðargjald er innheimt. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á viðkomandi frístundaheimili eða hjá Skóla- og frístundasviði.

Simbað sæfari: 695-5193 / 587-9050
simbad@reykjavik.is

Best er að hafa beint samband við Simbað til að fá frekari upplýsingar um frístundaheimilið.

Hádegismatur – nesti

Hægt er að kaupa mat í hádeginu en þá þurfa foreldrar að skrá börn sín í mataráskrift. Slóðin til þess að skrá börn í hádegismat er https://matur.vala.is/umsokn/login. Fyrirtækið Skólamatur sér um hádegismatinn og sjá má matseðil á heimasíðu skólans. Fyrir morgunhressingu er æskilegt að nemendur komi með hollt nesti að heiman, eins og brauð, ávexti eða grænmeti. Ekki er leyfilegt að koma með kex, sæta drykki eða sætabrauð.