7. bekkur á þjóðminjasafnið

Á dögunum fóru krakkarnir í 7. bekk í Þjóðminjasafnið. Ferðin var í tengslum við það sem krakkarnir eru að læra í samfélagsgreinum – en þeir hafa m.a. verið að vinna með hæfniviðmið þar sem „nemendur eiga að geta gert sér grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims“. Safnakennari Þjóðminjasafnsins fræddi krakkana um það víðtæka hlutverk sem trúin gegndi í lífi almennings fyrr á öldum og þær umbreytingar sem urðu á trúarlífi Íslendinga fyrst við kristnitöku og aftur við siðaskipti. Nemendum var m.a. bent á hvernig hægt er að túlka trúarlíf í gegnum aldirnar út frá safngripum. Ferðin gekk ákaflega vel, krakkarnir voru mjög áhugasamir og á allan hátt til fyrirmyndar. Fleiri myndir í myndaalbúmi.