Skip to content

Verkefni mánaðarins – My Virtual Trip Around Europe
1.12.2021
Hlíf Magnúsdóttir frá Hamraskóla hlaut European Quality Label verðlaun eTwinning árið 2021 fyrir My Virtual Trip Around Europe
Nemendur í 5. bekk í Hamraskóla tóku þátt í verkefninu með nemendum frá Grikklandi, Ítalíu, Króatíu og Belgíu, til að nefna nokkur lönd. Verkefnið sameinar margt af því helstu sem eTwinning snýst um, þar sem nemendur víðs vegar um Evrópu tóku þátt og unnu með upplýsingatækni til að sýna fram á siði og venjur í sínu landi. Hamraskóli hefur verið virkur þátttakandi í eTwinning síðan 2016 og hlaut nafnbótina eTwinning skóli árið 2019.
Hér má sjá viðtalið sem þau hjá eTwinning lögðu fyrir Hlíf.