Skip to content

Undanfarið hefur 5. bekkur unnið með bókina Óðinn og bræður hans eftir Iðunni Steinsdóttur.  Í bókinni er lýst hvernig Óðinn, Vilji og Vé skapa heiminn úr jötninum Ými.  Sagt er frá ásum og ásynjum, fyrstu mönnunum þeim Aski og Emblu, byggingu Ásgarðs, hrimþursum, örlaganornunum og ýmsu fleiru.  Trúarbragðafræðin var samþætt íslensku og upplýsingamennt og útbjuggu krakkarnir stóra veggmynd sem sýnir heim goðanna þar sem askurinn Yggdrasils er í forgrunni.  Skrifaðar voru stuttar frásagnir um persónur og kynjaverur goðafræðinnar og stigu krakkarnir sín fyrstu skerf í G Suite tölvuumhverfinu.  Þar notuðu þeir verkfæri kerfisins sín á milli og deildu verkefnum með kennara.  Afrakstur þessarar vinnu má sjá á myndunum í myndaalbúmi.