Skip to content

Nemendur í 3. bekk í myndmennt gengu í fallegu haustveðri í Gufunesbæ í gær. Þar komu þeir sér fyrir í útikennslutjaldinu í lundinum góða og voru að tálga. Mikil ró var yfir hópnum og greinilegt að allir geymdu sér í verkefninu. Í síðustu viku fór 3. bekkurinn líka í Gufunesbæ með kennurum sínum og grilluðu sér sykurpúða og hituðu kakó.