Skip to content

Það má segja að við í Hamraskóla séum að uppskera varðandi lestrakennsluna okkar.  Þann 5. október voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna birtar og okkur til mikillar ánægju fékk einn af okkar kennurum tilnefningu sem hjóðar svo: „Þórunn Elídóttir, kennari við Hamraskóla í Reykjavík, fyrir framúrskarandi árangur í byrjendakennslu, vandaða lestrarkennslu barna í yngstu bekkjum grunnskóla og þróun og miðlun námsefnis í læsi“. Við óskum Þórunni innilega til hamingju.

Við erum einnig stolt af því að trjóna á toppnum í könnun sem gerð var á lestrarkunnáttu barna í 2. bekk vorið 2019. Þar kemur í ljós að 85% nemenda í Hamraskóla geta lesið sér til gangs. Þetta eru frábærar niðurstöður og má þakka mörgum samvirkandi þáttum þennan árangur s.s. sterkum árgangi, góðum og metnaðargjörnum kennurum og stuðningi foreldra.