Skip to content

Teiknisamkeppni MS

Á haustönn tóku nemendur 4. bekkjar þátt í teiknisamkeppni skólamjólkurdagsins.  Krakkarnir lögðu sig allir fram og voru myndirnar hver annarri fallegri.  Í keppnina bárust um 1540 myndir og hlutu 10 myndir viðurkenningu, þar á meðal var mynd Álfrúnar Lóu Jónsdóttur.  Að launum fékk bekkjarsjóðurinn peningaupphæð til að gera sér glaðan dag og efla liðsheild.  Börnin óskuð eftir að Álfrún skipulegði óvissuferð í samráði við umsjónarkennara og er sú ferð í vinnslu.  Í myndaalbúminu má sjá verðlaunamynd Álfrúnar ásamt öðrum myndum sem nemendur Hamraskóla sendu í keppnina.