Skip to content

1. b. lærir um mannslíkamann

Í fyrsta bekk eru nemendur að vinna í hæfniviðmiðinu að útskýra á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans. Þeir hafa teiknað beinagrind og innri líffæri og svo gerðu þeir líkama í fullri stærð þ.e. þeirra stærð. Verkefnið gengur mjög vel og allir eru mjög virkir í vinnu og áhugasamir. Fleiri myndir eru á heimasíðu.