Hamraskóli

Grunnskóli, 1.-7. bekkur

Dyrhamrar 9
112 Reykjavík

Hamraskóli og skólalóðin

Skóladagatal Hamraskóla

Hér finnur þú skóladagatal Hamraskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Hamraskóla

Hamraskóli tók til starfa haustið 1991 og eru nemendur nú 203  í 1.-7. bekk. Skólinn er heilsueflandi skóli og er áhersla lögð á hreyfingu, gleði og virkni nemenda. Í skólanum er rík áhersla lögð á vinsamlegt skólasamfélag, jákvæð og góð samskipti meðal nemenda og starfsfólks. Unnið er með vaxandi hugarfar þar sem nemendum er kennt að takast á við áskoranir og líta á mistök sem námstækifæri. Leiðsagnarnám er rauður þráður í námi nemenda og á að endurspeglast í öllum greinum, bóklegum sem verklegum. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfu greiningu. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi. Framtíðarsýn skólans er að efla leiðsagnarnám í skólanum og að nemendur og starfsfólk tileinki sér hugafar vaxtar.

Frístundaheimilið Simbað er fyrir börn í 1.-4. bekk í Hamraskóla og félagsmiðstöðin Fjörgyn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hamraskóla er: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Starfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hamraskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Í stjórn foreldrafélags Hamraskóla sitja:

Formaður: Jóna Björk Viðarsdóttir                

Gjaldkeri:  Garðar Þór Stefánsson                               

                 María Lilja Moritz Viðarsdóttir                  

                 Kristín Thorstensen                                     

                 Margrét Samúelsdóttir                                

                  Anna Helga Benediktsdóttir                      

 

Stefna skólans í foreldrasamstarfi

Gott samstarf heimila og skóla er ein meginforsenda þess að skólaganga barna verði farsæl. Starfsfólk Hamraskóla leggur á það áherslu að samstarf byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Stuðningur foreldra er mikilvægur stuðningur við starfið í skólanum og eru foreldrar hvattir til að vera virkir í samstarfi. Sérstök áhersla lögð á þróun samstarfs foreldra og skóla í náinni samvinnu foreldrafélags og starfsmanna Hamraskóla. Lokið verður við gerð samstarfsáætlunar skóla og heimila með það að markmiði að formfesta samstarfið og bæta það.

Samráðsfundir/Foreldrafundir

Foreldrum og nemendum er boðið tvisvar á ári til samtals við kennara þar sem farið er yfir framvindu náms, líðan nemenda, skólasókn og félagslega færni. Aðrir viðtalstímar eru eftir samkomulagi. Foreldrar og kennarar geta einnig sent upplýsingar á milli með tölvupósti.

Kynningarfundir fyrir foreldra

Í upphafi skólaárs eru haldnir kynningarfundir fyrir foreldra. Á fundunum er m.a. farið yfir kennslufyrirkomulag og önnur hagnýt atriði er tengjast skólastarfinu.

Foreldrafélag

Allir foreldrar nemenda eru félagar í Foreldrafélagi Hamraskóla. Markmið félagsins er meðal annars að stuðla að góðu samstarfi heimila og skóla og styðja við félagslíf nemenda. Í hverjum bekk eru tveir bekkjarfulltrúar kosnir úr hópi foreldra og er hlutverk þeirra að stuðla að auknu samstarfi foreldra og nemenda.

 

Skólahverfi Hamraskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hamraskóla.